Setja biðskyldumerki á fyrstu 2 botnlanga á Bollagörðum

Setja biðskyldumerki á fyrstu 2 botnlanga á Bollagörðum

Vegna mikillar slysahættu á Bollagörðum þarf að uppsetningu biðskyldumerkja útfrá bílastæðum raðhúsa í fyrstu 2 botnlöngum. Best væri að setja biðskyldu á alla botnlanga þeim megin sem oddatala er en þó er langmest um að bílar hugi ekki að sér í fyrstu 2 botnlöngunum. Þó íbúar í götunni viti af þessum "hægri" rétti oddatölumegin átta gestir sig engan veginn á þessu skrýtna skipulagi.

Points

Gríðarleg slysahætta er þegar fólk kemur innan úr Bollagörðum og virðir ekki hægri réttinn. Ef sett yrði biðskilda á botnlangana, mundi þetta sama fólk bruna götuna á fullum hraða og skapa þannig enn meiri slysahættu. Það að hafa almennan umferðarrétt þvingar fólk til að hafa varan á sér og keyra varlegar. Ég trúi því ekki að margir séu að beygja hratt inn á götuna.

Gífurleg slysahætta er þegar fjöldi fólks keyrir frá fyrstu 2 botnlöngum á Bollagörðum inná aðalgötu Bollagarða. Fjöldi íbúa er í þeim raðhúsum sem eru í þessum botnlöngum og því miður keyra flestir þeirra mjög hratt inná götuna og oft mikil mildi að ekki verði stórslys. Þetta er ekki vandamál innar í götunni en svo virðist sem íbúar í botnlöngum með einbýlishúsunum líti svo á að það sé biðskylda hjá þeim og þeir keyra aldrei blint inná götuna. Þó ekki hafi oft verið slys er hættan til staðar!

Góđ hugmynd, sum hornin eru næstum blindhorn, erfitt ađ sjá bíla sem koma út úr botnlöngunum í tæka tíđ.

Væri nær að virða hægri réttin er ekið er út Bollagarða. Kæmi einnig til greina að setja hraðahindrun milli botnlanga húsa nr. 1-41og 43-63.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information