Endurbætum Vallarbrautarróló

Endurbætum Vallarbrautarróló

Völlurinn hefur verið í hnignun í mörg ár. Fáum ný og flott leiktæki, borð og bekki fyrir fullorðna fólkið og hvernig væri að nýta malbikaða svæðið betur, þar fór held ég síðast einhver í körfubolta árið 1978.

Points

Vallarbrautarróló á stað í hjörtum Nesbúa en hefur verið í niðurníðslu sem þarf að snúa við. Fáum flott ný leiktæki, borð og bekki og hugsum malbikaða planið upp á nýtt.

Vantar spennandi leiksvæði með hefðbundnum og nýjum spennandi leiktækjum,laga körfuboltavöllinn.

Nauðsynlegt að byggja upp Vallarbrautar róló, sorglegt að sjá hvernig þetta svæði hefur farið síðustu ár. Það vantar leikvöll í hverfið og myndi þetta vekja mikla lukku meðal bæði barna sem og fullorðinna.

Hann er mjög ílla hirtur og skúrarnir þar í algjörri niðurníðslu eins og leikvöllurinn sjálfur. Það eru lítil sem engin leiktæki þar segir ein 9 ára og lítið við að vera þar fyrir bæði yngri sem eldri. Ég bý í mikilli nálægð við svæðið og það er í raun undantekning að sjá einhverja nýta þetta stóra og flotta svæði sem væri hægt að gera svo flott. Á sama tíma er líklega meiri hvati fyrir foreldra að fara út með börnunum sínum á leikvöllinn þegar eitthvað er við að vera þar.

Vallarbrautarróló er á mjög góðu svæði og væri gaman að sjá fleiri leiktæki þar. Körfuboltavöllurinn og húsið á svæðinu er að grotna niður og væri gaman að sjá þessu haldið betur við.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information