Lengja efsta göngustíginn norðanmegin á Valhúsahæð í vestur

Lengja efsta göngustíginn norðanmegin á Valhúsahæð í vestur

Efsti göngustígurinn norðanmegin á Nesinu byrjar nú við Barðaströnd og endar við kirkjuna. Ég legg til að hann verði lengdur til vesturs. Það væri strax til bóta að hann næði að Vesturströnd og enn betra að hann næði að Valhúsabraut.

Points

Nú eru þrír göngu- og hjólastígar frá vestri til austurs norðanmegin á Nesinu, einn á Valhúsahæð, annar neðar og einn við ströndina. Sá í miðið sker margar götur sem veldur hættu og töfum fyrir þá sem nýta hann, m.a. börn á leið til og frá skóla eða íþróttum. Sá efsti er öruggari og greiðfærari en of stuttur. Hann byrjar við Barðaströnd og endar við kirkjuna. Legg til að lengja hann til vesturs. Það myndi auka öryggi gangandi og hjólandi og flýta för þeirra frá vestri til austurs og öfugt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information